Ástríða & sýn

Fataiðnaðurinn hefur í flestum tilfellum mjög slæm áhrif á móður jörð. Allt of mikið magn af fötum er framleitt sem hefur mengandi áhrif á umhverfið, skaðlegt starfsumhverfi fyrir þá sem búa til fötin okkar, þau hafa stuttan líftíma og fara fljótt aftur í landfyllingu. Staðreyndin er þó sú að sérhver neytandi hefur val. Val sem er mannkyninu og plánetunni okkar í hag. Ástríða mín er að hvetja þig til þess að gjörbreyta neysluhegðun þinni á mjög meðvitaðan hátt með því að velja gæði & endingu framyfir skyndikaup.

Þegar að ég kynntist Studio K vörumerkinu fyrir tveimur árum á ferð minni til Bali þá heillaðist ég svo mikið að því að ég hef ekki getað hætt að hugsa um það síðan. Það sem ég heillast mest við þetta vörumerki er hversu mikil hugsjón er á bakvið það sem skín í gegn í hverri einustu flík.

Studio K vörumerkið er miklu meira en jógafatnaður. Þetta vörumerki er í raun bylting í fataframleiðslu fyrir umhverfið, starfsfólkið og notandann. Öll framleiðslan ber mikla virðingu fyrir móður jörð og því fólki sem kemur nálægt framleiðslunni. Þetta er því bæði hjartnæmt og umhverfisvænt vörumerki frá Bali. Flíkurnar styðja meðvitaðar konur í að vera í þægilegum fötum en um leið á kvenlegan og stílhreinan máta. Flíkurnar henta því vel við hvaða tilefni sem er. Fatnaðurinn er mjúkur, náttúrulegur, eiturefnalaus, andar vel og hefur langan líftíma. Efnið í fatnaðinn er vandlega valið og unnið til þess að veita langvarandi gæði í allri vörulínunni með virðingu fyrir umverfinu. Hver hluti framleiðsluferlsins er vandlega íhugaður, allt frá efnum, til framleiðsluaðferða sem styðja við balinísk innviði. Eigendurnir heimsækja verksmiðjuna reglulega til að verða vitna að öllu frá litun, þvotti, saumaaðferðum og vinnuumhverfi.

 

 

 

  • Húðin er stærsta líffærið þitt. Það sem að þú leggur upp við húðina þína, andar hún að sér og flytur inn í líkamsstarfsemina. Það skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir heilsuna að velja fatnað sem að er úr náttúrulegum, hreinum og gæðamiklum efnum.

  • Fataframleiðsla getur verið mjög mengandi fyrir lífríki jarðar. Með því að styðja við sjálfbæra fataframleiðslu ert þú ekki bara að gera gott fyrir umhverfið heldur ert þú í leiðinni að fá endingarbetri og gæðameiri flíkur.

  • Það skiptir miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega vellíðan að klæðast fatnaði sem þrengir ekki of mikið að. Að velja fatnað sem er mjúkur, auðvelt er að anda og hreyfa sig í. Fatnað sem þér líður virkilega vel í og hjálpar þér að flæða vel í gegnum daginn.

Það skiptir miklu máli að styðja við gott starfsumhverfi fyrir það fólk sem býr til fatnaðinn okkar. Fötin frá Studio K eru gerð í litlum hópi kvenna sem að er partur af Fashion Revolution prógraminu. Hver starfsmaður fær sanngjörn laun og vinnur í öruggu og stuðningsríku umhverfi.

  • Litarefnin sem notuð eru í fatnaðinn hafa langan líftíma og endast vel. Þau hafa lítil áhrif á umhverfið og þurfa minna vatn en önnur litarefni í fataframleiðslu þar sem þau endanlega bindast trefjunum í fatnaðinum. Þau eru eiturefnalaus og eru með OEKO-TEX vottun
    sem er alþjóðleg vottun með ósveigjanlegum stöðlum fyrir vöruöryggi og sjálfbærni.

  • Bambusinn er einnig með OEKO-TEX vottun. Hann vex hratt, þarf lítið vatn og engin eiturefni. Hann endurnýjar sig sjálfur frá eigin rótum, svo það þarf ekki að planta honum aftur & aftur. Bambusinn er þægilegur, andar vel og er léttur í sér. Bambusinn teygjist vel og er
    mjúkur, hann á það til að víkka örlítið við notkun en strax eftir þvott fer hann aftur í fyrra horf.