Sölustaðir
Fatnaðurinn er fáanlegur hér í gegnum netverslun en einnig er hann fáanlegur í glæsilegri verslun Vistveru á Garðatorgi þar sem þér býðst að máta, finna og skoða fatnaðinn.
Afgreiðslutímar Vistveru
Opið alla virka daga frá kl.11-18 og á laugardögum frá kl.12-16
Garðatorg 3
210 Garðabæ
Fyrir umhverfið, heilsu þína og vellíðan.
-
Húðin er stærsta líffærið þitt. Það sem að þú leggur upp við húðina þína, andar hún að sér og flytur inn í líkamsstarfsemina. Það skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir heilsuna að velja fatnað sem að er úr náttúrulegum, hreinum og gæðamiklum efnum.
-
Fataframleiðsla getur verið mjög mengandi fyrir lífríki jarðar. Með því að styðja við sjálfbæra fataframleiðslu ert þú ekki bara að gera gott fyrir umhverfið heldur ert þú í leiðinni að fá endingarbetri og gæðameiri flíkur.
-
Það skiptir miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega vellíðan að klæðast fatnaði sem þrengir ekki of mikið að. Að velja fatnað sem er mjúkur, auðvelt er að anda og hreyfa sig í. Fatnað sem þér líður virkilega vel í og hjálpar þér að flæða vel í gegnum daginn.

Það skiptir miklu máli að styðja við gott starfsumhverfi fyrir það fólk sem býr til fatnaðinn okkar. Fötin frá Studio K eru gerð í litlum hópi kvenna sem að er partur af Fashion Revolution prógraminu. Hver starfsmaður fær sanngjörn laun og vinnur í öruggu og stuðningsríku umhverfi.
-
Litarefnin sem notuð eru í fatnaðinn hafa langan líftíma og endast vel. Þau hafa lítil áhrif á umhverfið og þurfa minna vatn en önnur litarefni í fataframleiðslu þar sem þau endanlega bindast trefjunum í fatnaðinum. Þau eru eiturefnalaus og eru með OEKO-TEX vottun
sem er alþjóðleg vottun með ósveigjanlegum stöðlum fyrir vöruöryggi og sjálfbærni. -
Bambusinn er einnig með OEKO-TEX vottun. Hann vex hratt, þarf lítið vatn og engin eiturefni. Hann endurnýjar sig sjálfur frá eigin rótum, svo það þarf ekki að planta honum aftur & aftur. Bambusinn er þægilegur, andar vel og er léttur í sér. Bambusinn teygjist vel og er
mjúkur, hann á það til að víkka örlítið við notkun en strax eftir þvott fer hann aftur í fyrra horf.